AQUA BAKLEIKFIMI Í GRENSÁSLAUG

undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

Finnur þú fyrir verkjum í hálsi, herðum eða baki?

- Áhersla er lögð á góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu í æfingum.

- Styrktaræfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma.

- Þú stjórnar álaginu í æfingunum.

Fræðsla og heimaæfingar í hverri viku.

- Hitastig laugar er 33°C.

- Tveir heitir pottar með vatnsnuddi.

 

AQUA BAKLEIKFIMI

  • Er ætluð þeim sem hafa háls- eða bakvandamál.
  • Það eru engin hopp.
  • Æfingar eru einfaldar og kenndar frá grunni.
  • Tónlistin er róleg.
  • Allir gera æfingarnar á sínum hraða

 

 

"Álag á liði minnkar í vatni"

Þegar þú stendur í sundlauginni með vatnið í handarkrikum vegur þú aðeins 10% af líkamsþyngdinni þar sem að áhrif þyngdarkraftsins minnka. Álag á liði minnkar því verulega og gerir þér kleyft að hlaupa og hoppa án þess að skapa mikið álag á liðina. 


"Áhrif lyftikraftsins"

Lyftikraftur vatnsins styrkir einnig vöðva sem við náum síður að styrkja þegar við gerum æfingar á landi.  Þegar við til dæmis beygjum og réttum olnboga styrkjast vöðvarnir aftanvert á handleggjum en ekki framanvert. Þegar við beygjum mjaðmir og réttum styrkjast vöðvar aftanvert á mjöðmum en ekki framanvert.
 

"Minna álag á háls og herðar"

Æfingar fyrir háls, herðar og axlir verða auðveldari þar sem vöðvarnir í herðum þurfa ekki að halda axlargrindinni uppi. Óþægindi frá hálsi og efra baki minnka því í æfingum. 

 

"Auðvelt að stjórna álagi"

Vatnið gerir þér kleyft að stjórna álaginu í æfingum þar sem að mótstaðan og álagið eykst þegar hreyfingar eru gerðar hratt en minnkar þegar hreyfingar eru hægar. 

"Betra fyrir hjartað, æðakerfið og sogæðar"

Það er auðveldara fyrir hjartað og æðakerfið að æfa upp þol þar sem að blóðið streymir auðveldar aftur til hjartans. Lyftikraftur vatnsins og lítil áhrif þyngdarkraftsins auðvelda hjarta og æðakerfinu að koma bláæða blóðinu til baka til hjartans. Einnig minnkar vökvauppsöfnun sérstaklega í fótum þar sem þrýstingsáhrif vatnsins vinnur á sogæðakerfi líkamans. 

"Minni mæði"
Fólk upplifir að það sé ekki að reyna mikið á sig þegar það æfir í vatni vegna þess að hjartað slær hægar en það myndi gera á landi við sömu æfingar. 

 

"Þjálfunarpúls"

Það þarf að gera ráð fyrir þessum mismun þegar þjálfunarpúls er reiknaður. Draga þarf frá 17 slög á mínútu við útreikninga. 

Hámarkspúls = 208 - 0,7 x aldur
Dæmi: 50 ára einstaklingur hefur hámarkspúls 173
 
Reiknaðu út þjálfunarpúls (40-85% af hámarkspúls)
Efri mörk:(Hámarkspúls - hvíldarpúls) x 0,85 + hvíldarpúls
Neðri mörk:(Hámarkspúls - hvíldarpúls) x 0,4 + hvíldarpúls
Dæmi: 50 ára einstaklingur með hámarkspúls 173 og hvíldarpúls 66
Efri mörk: (173-66) x 0,85 + 66=157  Neðri mörk: (173-66) x 0,4 + 66=109
Í sundlaug væru efri mörkin 157-17=140 en neðri mörkin 109-17=92

Sundlaugin er staðsett á Endurhæfingarstöð Grensás, Grensásvegi 62

Gengið er inn fyrir aftan bygginguna.

Sundlaugin er 17 metra löng og 10 metra breið. Dýpt er 1-2 metrar. Hitastig vatnsins er um 33°C. Tveir heitir pottar með vatnsnuddi eru við laugina.